Vorið er tíminn

 

Vorið alltaf jafn frábær tími.

 

Það er alltaf jafn frábært að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að vera útí sveit á vorin. Allir fuglarnir að verða mættir á svæðið, sumir í óðaönn að undirbúa varp og enn aðrir orpnir. Alltaf jafn gaman að fylgjast með gróðrinum taka við sér og grænka. Nú er ég kominn með reksturinn á lífræna fjárbúinu í Árdal og núna sér maður um sauðburð, plægingu á nýræktum og sáningu í þau, svo má ekki gleyma skítmokstrinum. Svo síðast en ekki síst þá er það girðingarviðhaldið. Allt eru þetta afar skemmtileg störf og við flest þeirra þá fylgir þessu mikil útivera.

En þrátt fyrir þetta þá er maður að sjálfsögðu með hugann við tófurnar. Frá og með 1. mai þá má engin skjóta tófur nema ráðnar grenjaskyttur. En oft freistar það marga að plaffa á þær núna því þær eru svo auðfundnar þar sem er mikið af fuglum.  Núna ættu lang flestar læðurnar að vera gotnar eða bara rétt við það að gjóta, miðað við stærð á hvolpum hjá mér um 10. júni síðastliðinn ár að þá eru þær gotnar. Þannig að gera má ráð fyrir því að þær tófur sem sjást á þessum árstíma séu annaðhvort refir(steggir) eða gelddýr (geta verið hvortveggja refir eða læður).  Að mínu mati er það lang líklegast gelddýr sem eru á fullu í ætissöfnun núna. Refirnir fara reyndar með fæðu heim undir gren fyrir læðuna  á þessum tíma og skilja það eftir námunda við grenið eða grafa það rétt hjá. Því læðan hefur ekki tök á að ná sér í fæðu meðan að hvolparnir eru mjög ungir.   Ég væri ekki ekki hissa þó að refirnir héldu sig oft ekkert svo langt frá greninu þar sem að læðan þeirra liggur inni. En svo þegar hvolparnir stækka þá verða bæði dýrin afar öflug í að veiða og koma með heim. Þegar hvolparnir eru að verða 4 vikna þá eru oftast bæði dýrin farin að koma með fæðu heim.

 

Þannig að þegar skotnar eru tófur við æðarvörp á þessum tíma þá er ekki verið að skjóta læður frá litlum hvolpum, í versta falli er verið að skjóta refinn af greninu, læðan kemst af ein en vissulega verður búskapurinn mun erfiðari.

 

Að lokum, ég hélt nú að fleiri hefðu skoðun á ferðaþjónustu tengri veiði á refum.... en greinilega ekki. En ég verð með þannig ferðir í boði eftir 1 ágúst, þá verður farið með flautuna og reynt að gagga til sín tófurnar J

 

Kv, Sveinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að hefur lesið svörin á Hlað, frá þessum sem vildi ekki sjá að tófa væri skotin í æðarvarpi. Alveg er það merkilegt hvernig sýn sumir hafa á tófuna, held að hann myndi hugsa sig um sæi hann hvernig tófan færi með ungana! Annars finnst mér mjög fróðlegt að lesa hjá þér pistlana. Hvar á landinu ertu - er þá að hugsa í sambandi við þessar tófuferðir sem þú ætlar að vera með.

Víðir Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 17:41

2 identicon

Getur verið að þú sért í Kelduhverfi? Þá hlýturu að kannast við mikla refaskyttu frá Grásíðu ?

Víðir Örn Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 17:44

3 identicon

Sæll Víðir, jú passar er Kelduhverfinu og jújú þekki að sjálfsögðu alla hér :)

Sveinn Bj (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 00:56

4 identicon

Ég tek undir með þer, gaman að fylgjast með lífinu vakna eftir veturinn.  Ég hef séð alla fugla að ég tel í ár nema Kríu.  Það er svosem ekki að marka, enda ekki verið heima síðustu 6 daga.

Hrafninn orpinn, álft og lómur... fleiri tegurndir eflaust

Sá haförn fyrir vestan í gær, mjög gaman að sjá hann.

Það er kominn bullandi tófufílingur í mann.

Það verður gaman að sjá hvernig aðsóknin verður í refaveiðina hjá þér og hver árangurinn verður :)

Morri

Morri (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 00:39

5 identicon

Sæll Víðir, en hvað varstu að spá gagnvart þessum tófuferðum ?

sveinn Bj (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 21:39

6 identicon

Sæll Sveinn

Hvað er það sem fær þig til þess að halda að grenlæður sæki ekki í æðarvörp í maí? Sjálfur hef ég skotið margar grenlægjur í og við vörp á þessum tíma, jafnvel læður sem hafa legið í greni 7-8 km frá og átt blinda hvolpa, og ekki verið reflausar.

Og ég verð líka að vera sammála þessum manni sem svaraði undir nafninu Tröllatunga á Hlað að það er algjörlega ólíðandi framferði og afskaplega ómanneskjulegt þegar einhverjir larfar eru að skjóta dýr á þessum tíma, sem geta verið mjólkandi læður, og hugsa ekkert um hvaða afleiðingar það hefur.

Það er kannski líka tilvalið að upplýsa Víðir Jónsson um það að Tófur hafa alla tíð étið unga, og svoleiðis á það að vera,

En fín síða hjá þér Sveinn og gangi þér vel í rolluræktinni ;-)

Birgir H (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 00:59

7 identicon

Sæll Sveinn, ég hefði kannski áhuga á að líta með þér og sjá hvernig þú stendur að þessu.

Birgir, þú segist sjálfur hafa skotið læður í vörpum í maí sem eiga hvolpa á greni - jafnvel blinda, en klikkar svo út með því að segja að það sé algjörlega ólíðandi framferði og afskaplega ómanneskjulegt þegar svoleiðis "larfar" gera einmitt það. Skrýtinn málflutningur!

Það er síðan alger óþarfi hjá þér að upplýsa mig um að refir éti unga, var ég ekki sjálfur að segja það sama hér rétt ofar ??

Víðir Jónsson (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 16:03

8 identicon

Ekki ætla ég að fara að stunda þvarg á síðunni hans Sveins, ég lagði fyrir hann einfalda spurningu sem að hann eflaust svarar einhverntímann þegar hann má vera að ;)

En þér til fróðleiks Víðir þá eru hugsanlegar grenlæður ekki skotnar nema vitað sé hvaðan þær eru komnar, og það er yfirleitt auðvelt að sjá það út ef að menn þekkja sína heimasveit, og þess vegna bíður þeirra hvolpa EKKI það hlutskifti að veslast upp úr hungri eins og ella yrði,

og ég myndi halda að flestar vanar refaskyttur hafi þann hátt á , því að það sparar yfirleitt bæði mikinn tíma og fyrirhöfn, og í þessu er tími sama og peningar, þó að sáralitlir séu ;))

þannig að þú sérð að það er alls ekkert skrítið við minn málflutning.

Birgir H (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 20:56

9 identicon

Hef engan áhuga á þvargi heldur. Ertu þá að meina að þegar þú drepir grenlæðurnar í varpinu þá sé það þitt fyrsta verk(þar sem þú veist úr hvaða greni hún kom) að fara á grenið og ná yrðlingunum?? Er það ekki ómögulegt þegar þeir eru blindir - spyr sá sem ekki veit. Hefur Sveinn enga skoðun á þessu ? :)

Víðir Jónsson (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 14:49

10 identicon

Sælir kappar jú að sjálfsögðu hef ég skoðun á þessu :)  En best ég biðjist afsökunar á hvað ég er lengi a svara, það er bara mjög mikið að gera hjá mér þessa dagana, sauðburður, skítdreifing, nýsáning í flög gisting ofl ofl :) Getið kíkt á eftirfarandi tengil þar sést hvað er í gangi hjá mér : http://www.facebook.com/pages/%C3%81rdalur-ehf-Gisting-og-af%C3%BEreying/152494808150904   

Svo er ég líka með heimasíðu sem er ardalur.is  

En að tófunum. Ég stend alveg við mína skoðun í þessum pistli. Ég tel yfirgnæfandi líkur á að það séu refir og eða gelddýr sem eru hvað mest í vörpum þessa dagana. En vil þakka Birgi sérstaklega fyrir sitt innlegg í umræðuna þetta er einmitt tilgangur síðunnar að menn komi með sína eigin reynslu hér inn og deili henni með okkur. Þetta sem sannar að gagnvart tófunum er ekki ein heilög regla. Það eru alltaf og verða alltaf undantekningar þessar tófur.  Kanski má tala um gagnvart tófunum að það sé eingöngu til þumalputta reglur. Engin regla það heilög að það séu ekki undantekningar.  Læðan fer lítið frá  ungum hvolpum þeir fara ekki að sjá fyrr en 11-14 daga gamlir,  á 3 viku er læðan farin eitthvað á stjá svo um er að tala. þannig að læða sem gýtur 10 mai er ekkert komin verulega á stað fyrr en um mánaðarmót mai-júní eða uppúr mánaðarmótum. þetta miðast við að allt sé eðlilegt sé hún afturá móti reflaus gæti hún hagað sér öðrvísi.  

Þess má samt geta að ég hef aldrei sjálfur skotið tófu í mai, er þetta eini mánuðurinn á árinu sem ég hef ekki skotið tófu í. Því eru öll innlegg frá þeim sem hafa skotið tófur í mai vel þegnar einsog frá þér Birgir :)

Og já Birgir getur verið að við höfum hist þó ekki sést?  ;)  

Sveinn Bj (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 16:05

11 identicon

Sæll Sveinn. Sé að þú skrifar lítið núna undanfarið, er ástæðan sú að þú ert úti allar nætur á grenjum? :) Ég fór með félaga mínum á 5 greni í gær og voru ábúendur í einu þeirra. Mættum kl 4 um daginn á það og var það fullunnið kl 22. Hvernig gengur hjá þér?

Kv. Víðir

Víðir (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 02:33

12 identicon

Sæll Víðir.

Ég er búinn að vera dáldið upptekinn en ekki er það vegna yfirlegur yfir grenjum. Hér í kelduhverfi virðist vera minna af tófu en verið hefur undanfarin ár. Búið er að leita langstærsta hluta svæðisins hér og einungis eitt greni fundist í ábúð. Það var ekki á mínu svæði þannig að ég sjálfur hef ekki legið á greni þetta árið. En ég á eftir að kíkja í um 10 gren. Svo mun ég aðstoða vini mína á milli Þórshafanar og Bakkafjarðar þegar að þokunni léttir þar. En það svæði sem á eftir að leita hér í kelduhverfi er við hliðina á útungunarstöðinni (þjóðgarðinum) þar má búast við að geti orðið greni í ábúð. Svo gæti verið greni  kanski fleiri en eitt  í ábúð inní útungunarstöðinni.  En þar má ekki vinna grenin og hversvegna veit ég ekki, kanski er það stefnan hjá þeim að tryggja að refaskyttur hafi alltaf nóg að gera :)  

sveinn bj (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 08:28

13 identicon

Sæll, já það er þannig. Ótrúlegt að ekki megi vinna greni þar!

Sjálfur lá ég á greni með félaga mínum á mánudag og aðfaranótt þriðjudags en þar fengum við 2 læður, 1 ref og svo voru þar 12 hvolpar og náðum við 9.

Ertu vanur svo fjölmennri fjölskyldu? :)

Kv. Víðir

Víðir (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinn Björnsson

Höfundur

Sveinn Björnsson
Sveinn Björnsson
Menntaður vélsmiður. Er refaskytta og áhugamaður um íslenska náttúru.

Spurt er

Eru refaveiðar mikilvægar?

Nýjustu myndir

  • selstaðarhliðar
  • gráhóll
  • nibbugreni
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband