Refurinn hinn náttúrulegi.

Sunnan áttir ríkjandi þessa dagana, sem er mikill og góður munur frá norðanáttunum sem hafa verið ríkjandi hér síðan í Maí. Enginn snjór og fjöll í óðaönn að auðnast.  Rjúpan er komin hátt uppí fjöll í snjóinn, ef menn ætla að fara á rjúpnaveiðar á komandi helgi þá þarf sennilega að fara hátt upp.  

Refirnir aftur á móti eru við sama heygarðshornið og eru enn hér niðurí byggð allt í kringum okkur, og svo eru að sjálfsögðu líka fullt af þeim uppi á heiðunum og uppí fjöllunum.  En þeir lifa hinu ljúfa lífi í svona blíðum. Vappa um heiðar með nefið niður í jörð og finna sjálfsagt eitt og eitt egg sem hefur verið grafið frá nýliðnu sumri, eitt og eitt hræ rekast þeir vafalaust á, ber hafa þeir týnt uppí sig meðan þau voru, og mjög líklega hafa þeir náð að japla á músum. Hvolpar frá í sumar eru ekki orðnir færir í veiðum, þess vegna ganga oft ung dýr afar vel í æti á þessum tíma en samt minna þegar veðrið er svona gott. Sum dýrin eru farin að sækja að sjó, því fjörur landsins eru matarkista fyrir refinn. Þar má alltaf finna eitthvað gómsætt. Svo veiða refirnir sé fugla til matar, og eru þeir oft afar iðnir við þá iðju.Er minnkandi fuglalíf því til sönnunar.

Hefur mér heyrst að refaskyttur almennt á landinu séu ekki farnir á fullt í sínum vetrarveiðum. Frétti af einum sem fór með sína refaflautu fyrir um viku síðan þar sem að hann var búinn að verða var við ummerki eftir tófur, hann gaggaði og var ekki búinn að bíða lengi þegar að mórauð læða kom vappandi að honum og ekki var að spyrja að leikslokum.. tófan féll.   Er ég búinn að heyra í tófum hér í sveit sem eru gaggandi, því er um að gera að fara þar sem grunur leikur á að sé tófu að finna og einfaldlega að sjá hvort ekki megi lokka þær til sín með gaggi. Hvolpar sérstalega frá sumrinu ættu að bregðast vel við og annaðhvort að koma á gaggið eða gagga á móti. Þá koma þeir oft upp um staðsetningu sína og má þá oft nálgast þá, og þá er það undir hverjum fyrir sig hvort eigi að mynda rebba eða skjóta hann. Ég hef þann háttinn á að skjóta fyrst og svo taka mynd hehehe ;)

Útungunarstöðin(þjóðgarðurinn) hér stendur alveg undir nafni, það er nóg af tófum hér í kringum þjóðgarðinn, gaman fyrir tófurnar en leiðinlegt fyrir fuglana og já og lömbin.  En þetta er bara gangur náttúrunnar segja sumir og vilja einnig meina að þetta sé það náttúrulegasta sem til er. Og erum við svo heppinn hér á svæðinu að fá að njóta óspilltrar náttúrunnar þegar hún er uppá sitt besta.     Með hverju sumrinu sem líður þá koma alltaf færri og færri lömb til baka úr heiðinni eftir sumarbeitina, gæsinni fækkar hér og varp hefur snarminnkað hér á svæðinu og á það við um allar þær varptegundir sem hafa verið hér.  Rjúpum hefur fækkað það sama má nefna um öndina,lóuna,spóana osfrv. Reyndar er aukning á máfi,hröfnum og öðrum vargfugli.   En einsog ég segi þá er þetta það náttúrulegasta sem við getum upplifað...... eða hvað? 

Allavega til þess að þóknast hinni stóru Evrópu þá þarf ríkið að hætta greiðslum vegna refaveiða, og eru þeir búnir að stíga það skref. Næsta skref er að leggja niður grenjavinnslu. Veit ekki hvort refurinn muni verða alfriðaður á næstu árum en það er það sem gæti orðið.  Ef ég á að segja alveg einsog er þá vona ég svo sannarlega ekki, höfum við dæmin hér á landi hvaða áhrif það mun hafa.   Það er vel hægt að lifa í sátt og samlyndi við refinn og höfum við gert það síðan land byggðist, og leiðin er að halda stofnstærð refsins helst í eða undir 3000 refum. Þau ár sem var hér hvað mest af rjúpu þá var refastofninn undir 3000 dýrum. Árið 2009 var refastofninn talinn vera 10-12.000 dýr í dag er hann talsvert stærri, því veiðitölur hafa ekkert hækkað, heldur hafa þær lækkað árið 2009 var heildarveiði á refum  6745 dýr en árið 2010 var heildarveiði á refum 6379 dýr.     Hvernig þetta endar er ekki gott að átta sig á, en hætt er við afar miklum breytingum á náttúrunni í sinni tærustu mynd.

 

Góðar stundir gott fólk og njótið náttúrunnar sem mest þið getið :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinn Björnsson

Höfundur

Sveinn Björnsson
Sveinn Björnsson
Menntaður vélsmiður. Er refaskytta og áhugamaður um íslenska náttúru.

Spurt er

Eru refaveiðar mikilvægar?

Nýjustu myndir

  • selstaðarhliðar
  • gráhóll
  • nibbugreni
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 38082

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband