Baráttan við móra

 

Ákvað að henda inn smá pistli um barning minn við mórauðan ref einn sem er orðinn helvíti góður með sig.

Þetta byrjar nú allt þannig að ég ákveð að bera út rétt við ákveðinn sveitabæ, var það fyrst og fremst útaf áhuga ábúandans sem að ég sló til. Þar sem að mig grunaði að þarna gætu nú verið nokkrar tófur þá ákvað ég að bera þetta út um ca 70mtr frá íbúðarhúsinu. Þar var smá kofi til að liggja í. kofinn er um 50mtr frá húsinu og setti ég ætið 26mtr útfrá honum. Það háttar þannig til að það er mikil brekka svo sem liggur meðfram bæjarstæðinu og er ætið ca þar sem hún byrjar. Það eru sterk útiljós þarna þannig að brekkan lýsist öll upp, var pælingin að það gæti hjálpað manni ef rebbi skildi nú þora að koma í ætið.

Fyrst um sinn gerist nú ekkert, átti svosum ekki von á því strax en grunaði að ef að dýr myndi freistast í þetta, þá yrði það oftast seint um nóttu eða undir morgun, eftir um ca einn og hálfan mánuð kem ég að ætinu, og finnst ég sjá ummerki eftir dýr sem hafði komið í ætið en var ekki alveg viss því það hafði snjóað aðeins undir morgun. Alla vega ákvað ég að setja skrásetjarann við ætið, fór aftur morguninn eftir til að athuga með skráningar, og það passaði við það sem ég hafði verið búinn að ímynda mér, skráning um kl 6 um morguninn. Ok ég sáttur stilli skrásetjarann og er rólegur í 2 daga, svo kem ég aftur reyndar að kvöldlagi um 21:00 og vona að hún haldi reglu að koma á sama tíma. Nei ekki aldeilis, það voru hvorki meira né minna en 82 skráningar allar á meðan dimmt var meira að segja um hálftíma áður en ég kem svo ekki var það fuglinn, svo leyndi það sér ekki á slóðunum. Fyrstu skráningar um 19:30 um kvöldið og svo alveg reglulega til hálf átta um morguninn, báðar nætur. Þessar 2 nætur var frost og vetur þegar ég er að tékka þá er komin hláka og vesen, ég leggst við og ligg til 2:30 ekkert var !! ansans helvíti hugsa ég þær hafa sjálfsagt bara orðið varar við mig þegar ég mæti í kofann, jæja ég hunskast heim þið vitið hvernig þetta er blessuð vinnan slítur allt í sundur hjá manni. Það háttar nú þannig til að með engu móti gat ég lagst næstu nótt, en nóttina þar á eftir leggst ég aftur, byrja á að kíkja á skrásetjarann jú alveg fullt af skrásetningum og það passaði, það var skrásetning 2,5 tímum eftir að ég fór þarna fyrri nóttina. En hvað um það nú leggst ég og er enn bjart þegar ég kem mér fyrir, nú átti að mæta þeim...en ekkert skeður tíminn líður 20..21..22.. 23..00..01...01:45 jú þarna heyri ég í kalli hann gaggar líka svona flott fyrir ofan mig uppí brekkunni, en sú hugsun fer nú í gegnum hugann að þetta boði ekki gott hann er bara á kvennafari.. en bíddu hann kemur nær heyri það á gagginu, jaa hver andskotinn nú gaggar hann við kofann, og að sjálfsögðu er hann vitlausu meginn það eru ekki meira en svona 15mtr í hann, þegar hann gaggar aftur og aftur svona nálægt þá áttar maður sig betur á því hvað flauturnar ná þessu vel .... en þarnar skokkar hann að ætinu nú leggst ég framá byssuna fer að leita að honum í sjónaukanum en hann vill ekki stoppa og ég er of seinn að fatta hann er farinn aftur norður fyrir mig, ég náði ekki að gagga á hann til að stoppa hann, og ég heyri þegar hann fer gaggandi í burtu. Svo hélt ég nú að það mundi láta sjá sig tófa um 6 leytið en það gerðist ekki og ég fór heim. Nú þurfti að leggjast undir feld og hugsa hvernig væri hægt að snúa á hann. Eftir að hafa hugsað þetta allan daginn í vinnunni þá ákveð ég að fara á hlaðið á bænum og gagga. Ég kem mér þægilega fyrir við rúllustæðu sem er þarna rétt við hliðina á kofanum. Því ég reiknaði með að ef hann myndi koma á gaggið þá kæmi hann svipaða leið og þegar hann kemur þarna fyrri nóttina. Eina sem var að aftra mér að það var búið að hlána svo mikið að snjórinn var að miklu leyti farinn þó að nokkrar fannir væru ennþá. Jæja ég læt eitt gagg fara....það líða ca 2min og þá kemur líka þetta fína gagg rétt hinumeginn við kofann og aftur gaggar hann þegar ég lít til hliðar þá situr hann við hliðina á ætinu og stendur hreinlega á gagginu.. og ég kem ekki á hann skoti svo skokkar hann framhjá mér, meðfram girðingunni sem liggur þarna samsíða brekkuni þegar hann kemur á góðan snjóskafl þá gagga ég á hann þ.e. Bara sjálfur ætlaði bara að fá hann til að stoppa en nei þá svarar hann með gaggi á hlaupunum... og sest svo níður rétt bakvið þúfu þannig að ég sé hann ekki... þar gaggar hann nokkrum sinnum og svo fer honum að leiðast fyrst hann fær enga undirtekt og er að fjarlægjast ég ákveð þá að svara honum með 2 göggum hann kemur en ekki í færi.. svo endar það þannig að hann fékk nóg og fór.

Þannig standa nú leikar hjá okkur, ætla að fara fljótlega aftur og verðu gaman að sjá hvort hann komi aftur á gagg.

 Annars er mikið af ref um þessar mundir, þeir hafa það svo gott þegar það er svona mildur vetur.

Gott í bili

kv, SveinnP3030069 [800x600]

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinn Björnsson

Höfundur

Sveinn Björnsson
Sveinn Björnsson
Menntaður vélsmiður. Er refaskytta og áhugamaður um íslenska náttúru.

Spurt er

Eru refaveiðar mikilvægar?

Nýjustu myndir

  • selstaðarhliðar
  • gráhóll
  • nibbugreni
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband