Nú fer að koma vor

Nú er að koma sá tími að flestar tófur eru búnar að maka sig, fer það ekki á milli mála þar sem að þær eru núna miklu meira á ferðinni en þær hafa verið undanfarinn mánuð. Það er nefnilega þannig að meðan að mökunar tíminn er í gangi að þá ganga þær oft illa í æti og engin regla er að þeirra ferðum. Þannig að veiðin hefur verið í lágmarki undanfarinn mánuð, en þetta er að glæðast, ég sjálfur er að eltast við þær fram undir 20 apríl þá fer ég að slaka á þangað til farið er á greni. Vetrarveiðin hefur gengið ágætlega þennan veturinn er ég kominn með um 25 tófur skiptingin er 50/50 þ.e. helmingurinn refir og helmingur læður .

Afar gaman getur verið að fylgjast með háttarlagi tófu og þa sérstaklega þegar þær nálgast æti, alveg ótrúlega misjafnt hvernig þær bera sig að. Sumar æða beint að og byrja að borða, aðrar taka sér laangan tíma hlaupa marga hringi í kringum staðinn til að fullvissa sig um að allt sé í lagi. Tófurnar nota lyktarskynið langtum mest í varnaraðferðum og þá sér í lagi gagnvart manninum. Þegar maður er að skoða við æti hvort tófa gangi í þá skoðar maður vel og vandlega hvort tófan taki vind einsog sagt er. Þá er ég að meina hvort hún fari í vindlínu af ætinu eða skothúsi sé það til staðar.   Svo getur verið að tófan sé líka að athuga hvort önnur tófa sé í ætinu sumum tófum er alveg sérstaklega illa við að hittast, sérstaklega ef það er barátta um æti. Fékk ég leyfi hjá hinni margreyndu refaskyttu Kristjáni Einarssyni að setja hér inn mynd frá honum. Þar sést hvar tófur eru að koma í æti.

 Refir í æti

Ég sagði ykkur sögu hér um daginn með yfirskriftinni "Baráttan við móra"  sú saga heldur áfram og það nýjasta sem er að frétta að hann náðist á video þegar hann kom einn morguninn að fá sér bita, er ég að vonast til þess að hægt verði að koma þessu á tölvutækt form og ég geti sett þetta video hér inná síðuna, ef það tekst þá verður það nokkuð sérstakt að ég held,  því ekki er mikið til hér á landi þar sem tófur eru myndaðar við æti, vona að það gerist í þessari viku.

 

Annars ef þið kíkið hér inn þá endilega kvittið fyrir ykkur annaðhvort í gestabók eða bara í athugasemdum.

 

Gott í bili kv, Sveinn

Ps: þið getið klikkað á myndirnar til að sjá þær stærri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi....

 Þá er maður búinn að finna bloggið þitt, verð duglegur að kíkja á það fram á vor eða þar til við komumst á grenin. Öll svona umræða hjálpar manni í gegnum daginn þar sem maður situr og skrifar þetta helv.... lokaverkefni.

Hjalti (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 09:00

2 identicon

 Er ekki að koma myndband?

Morri (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinn Björnsson

Höfundur

Sveinn Björnsson
Sveinn Björnsson
Menntaður vélsmiður. Er refaskytta og áhugamaður um íslenska náttúru.

Spurt er

Eru refaveiðar mikilvægar?

Nýjustu myndir

  • selstaðarhliðar
  • gráhóll
  • nibbugreni
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband