Móri fallinn

Loksins þá kom gott veður, og það fyrsta sem ég hugssaði um var að fara og liggja fyrir móra. Þar sem að hann var búinn að leika á mig einusinni og láta kvikmynda sig þá fannst mér nóg um.

Einsog og venjulega þá fer maður að tína útí bíl nauðsynlegan búnað þ.e. hlý föt, nesti, vopn, skotfæri og í þessu tilfelli hreyfiskynjara. Ég ákvað að hann skyldi ekki fá að leika á mig aftur því fór ég vel græjaður.  Hreyfiskynjarinn er settur við ætið og svo er ég með fjarstýringu á mér og ef það verður hreyfing þá fer fjarstýringin að titra alveg magnað apparat. Tók ég með mér riffilinn Tikka super varmint 300 win mag og haglabyssuna winchester pumpa og 3" skot í hana. Ég var kominn að skothúsinu um 19 fór þá að græja mig skoða á teljarann sem er við ætið, sú græja virkar þannig að ef er hreyfing við ætið þá skráir hún niður tímann, á honum sá ég að mestar líkur væri að fá tófu um 1:30 og svo 5:30  en jæja um 19:15 er ég búinn að koma mér fyrir. Helli kaffi í bollann og bíð spenntur. Tíminn líður og svo um 1:30 þá kemur tófa að ætinu þá var orðið mjög dimmt en sá ég mórauða tófuna vel á snjónum ekki nema um 35 mtr í hana en hún stoppar ekkert og heldur ferð sinni áfram uppí hlíðina, það líður svona 1 min þá fer hún að gagga. Ég var svona að velta fyrir mér hvort ég ætti að svara henni en ákvað að gera það ekki heldur bíða og sjá hvort það kæmi önnur tófa á gaggið,  hún fer gaggandi suður á við og eftir um 20 min þá heyri ég að önnur tófa tekur undir. Heyri það á gagginu að þær hittast það líður klukkutími og þá gaggar tófa dáldið langt sunnan við mig ég ákveð að svara henni með einu gaggi, hún kemur á það og gaggar skammt frá mér en ég sé hana ekki. Svo líður tíminn fer að birta af degi kl: 5 er orðið albjart og sólskin  úff hvað það var gott því mér var orðið hálf kalt á biðinni þar sem að ég vanmat aðeins aðstæður og var frekar illa búinn. Svo um 5:30 þá sé ég hvar Móri kemur röltandi að ætinu, hann byrjar á því að lykta í kringum ætið þá er hann að athuga hvort eða hverjir hafa komið að ætinu, afar mikilvægt að hafa ekki labbað að ætinu áður en lagst er maður hefur séð tófur æða í burtu ef þær koma á mannaslóð við ætið.  Ég fer að koma mér í skotstellingu munda winchesterinn og þegar Móri snýr í mig hægri kliðinni þá læt ég skotið ríða af, og hann steinlá.  Um hálftíma seinna heyri ég gagg suður af mér svo sennilega á Móri vinkonu þarna einhverstaðar...InLove

Klukkan 7 fór ég svo heim.

En svona er þetta það getur verið löng biðin eftir einni tófu allt í allt frá því að ég fer að heiman og kem aftur heim þá liðu 14 tímar.  En hver einasti klukkutími er þess virði þegar vel tekst til einsog í þessu tilfelli. Það getur verið erfitt að þegar illa gengur og ekki næst tófa.

Kv, Sveinn

Ps: læt fylgja mynd af honum MóraMóri

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi. Já hann er fallegur þessi, enn og aftur til hamingju með þetta. Ég er búinn að vera að skoða myndbönd á youtube og er kominn í svaka veiðifíling.

Kv. Hjalti

Hjalti (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 22:03

2 identicon

Til hamingju með Móra kallinn.

Þetta er alltaf skemmtilegra þegar búið er að hafa dálítið fyrir hlutunum.

Með kv. úr sveitinni. 

svanur (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 09:47

3 identicon

Biðin er löng og erfið, en gleymist oft fljótt þegar dýr er fallið :)

En hinsvegar styttir það biðina mikið að sjá til dýra og heyra í þeim... það gefur vonleysinu von heh

Morri (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinn Björnsson

Höfundur

Sveinn Björnsson
Sveinn Björnsson
Menntaður vélsmiður. Er refaskytta og áhugamaður um íslenska náttúru.

Spurt er

Eru refaveiðar mikilvægar?

Nýjustu myndir

  • selstaðarhliðar
  • gráhóll
  • nibbugreni
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband