Sunnudagur, 30. maí 2010
Refurinn og minkurinn
Góðan dag
Hvor er meiri skaðvaldur refurinn eða minkurinn??
Í fyrsta lagi þá er minkurinn innflutt dýr og eru flestir sammála um að hann eigi ekki heima í íslenskri náttúru, og er það meira segja þannig að UST hefur verið með átak í gangi gagnvart minkunum og ber einfaldlega yfirskriftina "útrýmum mink úr íslenskri nátttúru" Og er ég algjörlega sammála þessari skoðun að honum ætti að útrýma úr íslenskri náttúru. Þannig er að minkurinn er gríðarlegur skaðvaldur í íslenskri náttúru hann drepur sér hreinlega til skemmtunar en ekki eingöngu til matar einsog flestar aðrar dýrategundir. Minkurinn virðist vera ótrúlega góður að aðlagast aðstæðum hér og erfitt er að hemja útbreiðslu hans, en skaðann sem hann hefur valdið hér eða mun gera í náinni framtíð treysti ég mér enganveginn að segja til um hversu mikill hann er. En get þó sagt það að skaðinn er mikill, má þar nefna að keldusvín er t.d. horfið úr íslensku fuglaflórunni þó það megi ekki kenna minknum alfarið um það en að mínu mati er hans hlutur meiri en hin ástæðan sem hefur verið nefnd á þessu samhengi og það er framræslu votlendis, en afhverju hverfa þá einnig keldusvínin þar sem ekki var ræst fram en þar var minkur?? Og treysti mér ekki að svo stöddu að nefna áætlaða stofnstærð á minknum, annars kom comment hér við fyrri færslu frá Svan í Dalsmynni um að hann væri talin vera 12-20.000 dýr ( hugsanlega miku stærri) og látum við þær tölur bara standa að svo stöddu. Annars er ég ekki mjög fróður um minkinn en hef verið að kynna mér hann meir og meir undanfarið og stefni á að bæta minka veiði við hjá mér fljótlega.
En til glöggvunar þá set ég hér inn tengil inná síðu íslenska vísindavefsins þar sem er spurt um minkinn og hugsanlegar afleiðingar af hans völdum og vil ég benda mönnum á að lesa þetta til að fá skýrari mynd af þessu.
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3695
En tófan getur verið mikill skaðvaldur og er fljót að hreinsa upp unga, egg og fugla. Þegar þrengir að þá ræðst hún á búfénað sér til matar og má þar nefna lömb. Er allavega eitt tilvik komið upp á þessu ári þar sem tófan náði sér í lömb skammt frá bæ einum við varmahlíð, refurinn einfaldlega fór inní eitt burðarhólfið skammt fyrir ofan bæinn og náði sér í lömb. En við höfum haldið uppi skipulögðum veiðum á tófunni í langan tíma og meðan að svo er þá tel ég að skaðinn af tófunni sé ekki svo mikill þar sem að veiðunum er sinnt að iðjusemi og áhuga. En þar sem að veiðin er í undanhaldi þá eru áhrifin fljót að koma í ljós. Og best er að ræða við fólk sem þekkir það af eigin raun, má þar nefna hornstrandar friðlandið, þar ber öllum saman um sem til þekkja að fuglinum fækkar jafnt og þétt þar sem að tófan fær að vera óáreitt. Á þessum friðlöndum sem eru nú töluvert fleiri en hornstrandar friðlandið, er það sama sagan refafjöldinn eykst gríðarlega, get ég einnig nefnt vatnajökulþjóðgarð, þar sem að ég þekki það nú af eigin raun því mitt grenja svæði liggur að honum að hluta til. Friðsvæðin verða nokkurskonar uppeldisstöðvar og gera því sveitarfélögum afar erfitt um vik að halda refafjölda niðri. Nýjasta dæmið í Ásbyrgi er það að um daginn var tófuskytta ein að þvo bílinn sinn á þvottaplaninu í Ásbyrgi að kvöldlagi, þar sem að veður var með eindæmum gott og oft í svona blíðviðrum verðu afar hljóðbært þarna hjá okkur. Þegar skyttan var búinn að þvo bílinn og ætlar að fara að týja sig heim að þá sá hann refaflautuna sína liggja í aftursætinu, dettur honum í hug að láta eitt gagg fara útí loftið þar sem að veður var svona gott. Leið nú ekki löng stund uns að það kemur tófa gaggandi á móti honum, ekki leist henni þó á þvottaplanið heldur hljóp nokkra hringi um golf völlinn og var að velta vöngum yfir þessu gaggi, en leist svo ekkert á það heldur fór dáldinn sveig vestur fyrir búðina og hélt á vit ævintýranna við aðra tófu sem var norðan við verslunina sem hafði einnig blandað sér ínní þessar samræður. Svo þegar skyttan ætlaði að fara að dóla heim þá lét sú 3 heyra í sér lengra suður með Ásbyrgisbotninum, þá var skyttunni nóg um og sendi undirrituðum sms um að hvort ég gerði mér grein fyrir hvað væri orðið mikið af tófu á svæðinu.
Einnig kom fram í comment hjá Svani hér á undan að áætlaður fjöldi refa á Íslandi sé á bilinu 10-12.000 dýr og kemur það heim og saman við grein Páls Hersteinssonar í nýjustu veiðihandbókinni um Íslenska refinn. Þar eru einnig helstu veiðitölur á refum þar kemur í ljós að vetrarveidd dýr á árinu 2009 eru 3540. Grendýr (fullorðin dýr) 1121. og yrðlingar 2084. er þetta samtals 6745 dýr sem veidd voru á árinu 2009. Við skoðun á þessum tölum má sjá með óhyggjandi hætti hvað veiðarnar eru að skila miklu hlutverki.
Þarna má einnig sjá yfirlit yfir fjölda veiddra minka á árinu 2009 og eru þeir samtals: 4700.
Jæja gott í bili, endilega commenta.
kv, Sveinn
Um bloggið
Sveinn Björnsson
Tenglar
Videó
- Mórauður refur skotinn við æti Legið fyrir hinum íslenska ref
- Rauðrefur kemur á flautu Hér má sjá svía kalla til sín rauðref
- Tófan, myndband-Eggjaþjófurinn Smá video af tófunni að afla sér fæðu
- Tófan að ná sér í gæsarunga Tófunni þykja ungar góðir
- Tófur að sumarlagi á svalbarði Hvolpar á ferð á Svalbarði
- Refaveiðar með Örnum í Mongólíu Mongólískir veiðimenn halda uppi ævaforni hefð
Tenglar á Tófusíður
- Bjarmaland Heimasíða Bjarmalands, félag atvinnuveiðimanna á ref og mink
- Melrakkasetur Íslands Fræðasetur sem er helgað íslenska refnum, kíkið á þetta fullt af myndum og mikið af upplýsingum.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var alveg magnað þarna í Ásbyrgi um daginn :)
Svo var refur á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum, þarna skammt frá, 3 dögum síðar.
Ein enn aðeins norðar, við Lund.
Ég skrapp á Bakkafjörð í fyrradag og sá eina í vegkantinum.
Renndi á Stykkishólm þann 15.mai síðastliðinn frá Akureyri. Á leiðinni til baka sá ég 2 tófur í Húnavatnssýslunum, aðra við Reykjaskóla og hina í Langadalnum, inni á túni.
Nóg er af henni !
Morri (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.