Rjúpur og refalitirnir

Rj�pa afar g�f 

Hér á norðaustur horninu er bara kominn vetur,mikill snjór kominn í fjöll og í heiðunum. Var á rjúpnaveiðum í gær og það var virkilegt puð að labba í kjarrinu, en á móti alveg frábærlega gaman. Aðstæður voru afar skemmtilegar, frostið jókst allan daginn mikill snjór yfir öllu, mikið var um rjúpu. Ég var á snjóþrúgum í fyrsta skipti ef ég hefði ekki fjárfest í þeim þá hefði maður komist mun minna um því án þeirra var snjórinn minnst uppí hné og svo sumstaðar uppí mitti. Um 12 leytið var ég ofarlega í brekku og sá yfir veiðisvæðið og þá fyrst kom sólarglenna þá sá maður rjúpurnar víða, í sama mund kom fálki og renndi sér yfir svæðið, það var ekki að spyrja að því rjúpurnar splundruðust um allt. Ég var ekki sáttur því oft hefur fálkinn náð að eyðileggja fyrir manni daginn því rjúpan verður oft svo helvíti stygg í kjölfarið á að fálkinn er búinn að vera á sveimi. En alltaf er nú samt gaman að fylgjast með þessu öllu saman, á heimleiðinni sá ég 2 fálka. Frostið var orðið svo mikið í lok veiðdags að allar rjúpurnar voru frosnar í vestinu, þannig að ég mátti fara með það heim og þýða það áður en ég gat tekið rjúpurnar úr því:)

 

 

Aðeins um refinnWink

Ég hef lent í því nokkrum sinnum að sumir halda að refurinn sé hvítur á veturna og brúnn á sumrin :) En auðvitað eru hvítir refir alltaf hvítir og mórauðir alltaf mórauðir. Þó svo að þessir hvítu geti virst gráir á sumrin.

En ein spurning um þetta að gamni:

Ef að arfhreinn mórauður refur eignast afkvæmi með arfhreinni hvítri læðu, segjum að þau eignist 6 hvolpa,  hvernig verða þá hvolparnir á litinn??

Endilega reynið að svara þessu:)

 

kv, Sveinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Björn.

Ég hef verið að lesa skrifin þín og haft gaman að. Nú eru ég og félagi minn að fara að taka við grenjavinnslu næsta vor(að hluta) og höfðum áhuga að skrá okkur á Bjarmaland. Málið er bara þannig að við fáum ekki aðgang, veistu hvernig stendur á því ?

Mbk Víðir

Víðir Örn Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 16:15

2 identicon

Sæll Víðir, ég tók því þannig að þessu væri beint til mín ;)

Takk fyrir commentið.  

En ég hef enga hugmynd afhverju þú færð ekki inngöngu.Sóttiru um skrifleiðis eða símleiðis?? Og við hvern talaðiru?

En að gamni hvar ertu að fara í grenjavinnslu? Hefurðu annars verið í vetrarveiði?

Sveinn Björnsson (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 19:30

3 identicon

Misritaði aðeins :)

En við sóttum um á síðunni undir nýskráningar.

Annars verðum við á Látraströnd og fram undir Gjögur í Eyjafirði. Það er ekkert stoppað í sjoppu á leiðinni eins og hjá ykkur frændum :) Heldur þurfum við að fara á bát og láta henda okkur í land, svo erum við skildir eftir. Hef ekki verið í beinni vetarveiði annari en að ég hef veitt tvo refi í rjúpu, fyrri 2001 dökkann ref og svo 2007 fékk ég hvíta læðu árs gamla.

Þegar ég fékk hvítu, þá var klukkan um 15:30 sídegis og stoppaði ég við gil og tók upp kíkinn og var að horfa eftir rjúpu, um leið og ég gekk frá kíkinum og tók eitt skref þá stökk upp úr kjarri 30 metrum neðan við mig læðan og valhoppaði burtu en steinlá af 36 gramma skotinu mínu. Hún stendur núna upp á skáp heima í stofu hjá mér.

Víðir Örn Jónsson (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 10:32

4 identicon

Verða ekki helmingurinn hvítur og hinn helmingurinn mórauðir :)

Víðir Örn Jónsson (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 11:28

5 identicon

Sæll Víðir

Þú verður bara að heyra betur í þeim til að fá inngöngu.   En þetta grenjasvæði hljómar spennandi hjá þér :)  Svo er náttlega bara snilld að eiga þær uppstoppaðar :)

sveinn Bj (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 19:40

6 identicon

Ég hélt að fleiri myndu spreyta sig á spurningunni. 

En svarið er að allir yrðlingarnir verða mórauðir.

sveinn Bj (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 19:43

7 identicon

Sæll Sveinn, ég hef áhuga á að vita hvar er hægt að verða sér úti um svona teljara og hreyfiskynjara eins og þú notar við veiðarnar? stórsniðug apparöt að mér sýnist.

Axel Sig (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 20:19

8 identicon

Sæll Axel, já þetta eru snilldar græjur og mæli ég hiklaust með notkun þeirra. En ég keypti hvor tveggja í Hlað hjá Jónasi á Húsavík. Ég mundi hafa samband við hann til að nálgast þetta :)  S: 4641009

kv, Sveinn

Sveinn Björnsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinn Björnsson

Höfundur

Sveinn Björnsson
Sveinn Björnsson
Menntaður vélsmiður. Er refaskytta og áhugamaður um íslenska náttúru.

Spurt er

Eru refaveiðar mikilvægar?

Nýjustu myndir

  • selstaðarhliðar
  • gráhóll
  • nibbugreni
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband