Föstudagur, 3. desember 2010
Refalitir: Hvítt og Mórautt
Hvítt og mórautt
Aðeins meira um litina hjá refnum. Einsog áður hefur komið fram að þá eru eingöngu 2 litir hjá refum þá eru dýrin annaðhvort mórauð eða hvít og þau eru það þá allt árið um kring en þegar tófur eru að fella vetrarfeldinn þá geta þær verið ansi skrautlegar. Áður en vetrarhárin falla af þá byrja þau á því að upplitast, þetta gerist á vorin og þá einmitt fara tófurnar að velja sér grenstæði, ganga þá oft um munna grenisins og við það dragast oft hárin vel af þeim í munnum grenisins, þá er oft talað um að tófa sé grensmogin. Geta vanir menn á vormánuðum oft séð það á tófunum hvort þær eigi sér gren þá um vorið eða ekki. Set hér inn myndir til að glöggva sig á þessu.
Mórauð tófa aðeins byrjuð að upplitast en þessi er með hvítt á fæti og í bringu
Hvítar tófur á sumrin geta virst gráar eða flekkóttar meðan að þessar mórauðu halda frekar sínum venjulega lit ef svo má segja. Til eru nokkrar undantekningar í þessu einsog svo flest öllu öðru þá er nú kanski algengast hið svokallaða landroverbrúna afbrigði, svo geta þessar mórauðu verið með hvítan blett á fæti(einsog sokk) eða hvíta rák á bringu osfrv. Svo geta þessar mórauðu verið mismikið silfraðar einsog við köllum það en þá eru áberandi silfruð yfir hár þá oft í andliti.
En hvernig viðhelst jafnvægi á milli litanna? Ekki er nú jafn mikið af hvítum tófum á öllu landinu, á vestfjörðum t.d. Er mun meira af mórauðum tófum, en mest er af hvítum tófum á N-Austurlandi og á Austurlandi, ekki veit ég afhverju þetta er svona en talað er um að mórauða litaafbrigðið sé ríkjandi. Ef við einföldum þetta á manna mál þá er þetta flokkað í þrennt.
Hvítt (arfhrein þ.e. Gefur ekki mórauða litinn)
Arfhreinn mórauður (gefur ekki hvítt)
Arfblendin mórauð
Þannig að ef 2 tófur af hvíta litnum eignast hvolpa þá verða þeir allir hvítir. Ef að hvít tófa og arfblendin mórauð tófa eignast afkvæmi þá verða hvolparnir í báðum litum verður þá litaskiptingin oft til helminga hjá hvolpunum. Ef að 2 tófur arfblendnar mórauðar eignast afkvæmi þá geta hvolparnir verið í báðum litum þá er algengt að þeir hvítu séu um fjórðungur hvolpanna. Ef að hvít tófa og arfhrein mórauð tófa eignast afkvæmi þá verða allir hvolparnir mórauðir, en svo ef þessir hvolpar eignast afkvæmi þá geta þeir gefið hvítt ef þeir t.d. makast við hvíta tófu osfrv......
Gott í bili
kv, Sveinn
Um bloggið
Sveinn Björnsson
Tenglar
Videó
- Mórauður refur skotinn við æti Legið fyrir hinum íslenska ref
- Rauðrefur kemur á flautu Hér má sjá svía kalla til sín rauðref
- Tófan, myndband-Eggjaþjófurinn Smá video af tófunni að afla sér fæðu
- Tófan að ná sér í gæsarunga Tófunni þykja ungar góðir
- Tófur að sumarlagi á svalbarði Hvolpar á ferð á Svalbarði
- Refaveiðar með Örnum í Mongólíu Mongólískir veiðimenn halda uppi ævaforni hefð
Tenglar á Tófusíður
- Bjarmaland Heimasíða Bjarmalands, félag atvinnuveiðimanna á ref og mink
- Melrakkasetur Íslands Fræðasetur sem er helgað íslenska refnum, kíkið á þetta fullt af myndum og mikið af upplýsingum.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að lesa þetta hjá þér, maður hefur nú svo mikinn tófu áhuga!
Víðir Örn Jónsson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 15:42
Heyrði að litirnir væru 3 hvítt, mórautt, og svo þessi Bleiki (landrover) hann er ekki afbrygði heldur 3 liturinn, en sjaldséður þó.
. (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.