sumarið er komið

Gleðilegt sumar Smile

Það er alltaf jafn hressandi þegar sól fer að hækka á lofti, gæsir komnar  ásamt öðrum farfuglum.  Nú fer maður að liggja fyrir tófunni þar sem eru mikil og góð fuglasvæði, sækja þær oft í það uppúr þessum tíma, getur verið gott að ná þeim áður en þær fara að týna eggin undan fuglunum. En það á nú bara við ákveðnar fuglategundir við sumar er efiðara við að eiga. Hefur þessi mánuður verið óhagstæður fyrir mig þ.e. lítið sem ekkert komist á refaveiðar, hefur verið svo mikið að gera í vinnu og á heimilinu. Því hef ég afar lítið brúkað flautuna, fer vonandi eina til tvær ferðir um helgina og svo verður riffilinn sendur suður til beddunar og setja kvikasilfur í afturskepti. Á að reyna að mýkja hann aðeins fyrir komandi átök í grenjaveiðinni Grin   

Nú eru flestar tófur búnar að finna sér sitt greni og styttist í got hjá þeim ca svona 2 vikur í það. Refirnir eru duglegir að fara um og merkja sér sín landamæri á óðulum sínum. Óðulin geta verið afar misjafnlega stór, fer eftir fæðuframboði og fjölda dýra. Tófan er svo gríðarlega aðlögunarhæf að þær geta minnkað eða stækkað sín óðul eftir því sem við á. Eru til dæmi þess að ekki séu nema nokkurhundruð metrar á milli grenja. Þar sem er nóg af að éta og þær hafa það gott þá minnka þær einfaldlega sín óðul og svo stækka  þau þegar tófum fækkar.

En hvað um það, ég setti víst inná aðra síðu hér um daginn eitthvert algert bull, þar sem menn voru að gera litlar vísur. En einhverstaðar þarf að byrja og mun ég setja hér smá vísur inn en þú lesandi góður þarft ekki að taka þær of hátíðlegar þetta er nú bara gert til skemmtunar og þá sérstaklega fyrir undirritaðan. Joyful

 

Mikil er sú mæta list

melrakka við að glíma

er það oft erfið vist

einn að liggja í óratíma

 

kuldinn manni kennir eitt

klæða skal sig afar mikið

þolinmæði eigi þrjóta neitt

þá kemur tófa fyrir vikið

 

núna skal tófan nást

nærri ekkert má sepa

svo er það einna skást

að skjóta til að drepa

 

Kv, Sveinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen

Morri (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 00:07

2 identicon

Góður Sveinn....

Hjalti (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 14:19

3 Smámynd: Brattur

Góð vísa...  Ég keyri talsvert um landið og hef haft gaman að því að sjá hvað farfuglunum fjölgar ört... gæsir... álftir í hópum... og mér fannst ég sjá lóur á túni í dag... samt ekki viss... sumarið er endanlega komið þegar maður sér fyrstu kríuna... gleðilegt sumar !

Hver er uppáhaldsfugl tófunnar ?

Brattur, 23.4.2010 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinn Björnsson

Höfundur

Sveinn Björnsson
Sveinn Björnsson
Menntaður vélsmiður. Er refaskytta og áhugamaður um íslenska náttúru.

Spurt er

Eru refaveiðar mikilvægar?

Nýjustu myndir

  • selstaðarhliðar
  • gráhóll
  • nibbugreni
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband