Rjúpan

 

Jæja þá er nú kominn tími á að tjá sig eitthvað hér á veraldarvefnum eftir góða pásu frá því.

Ekkert hef ég nú skotið af ref síðan að síðasta blogg færsla birtist hér. En það hefur nú verið rætt eitt og annað í kringum náttúrunna við ýmsa góða menn. Meðal annars einsog oft áður þá hefur verið rædd áhrif refs og vargs á lífríkið , en það er nú kanski ekki skrýtið því engin veit það svosum nákvæmlega. En ég held að áhrif vargs sé vanmetinn á Íslandi þá er ég að tala um fleira en refinn. Maður fer að hugsa um störf þessara blessaðra fræðinga hér á Íslandi hvað er mikið vitað eftir áralangar rannsóknir á hinum ýmsu hliðum á náttúrunni  og svo rjúpunni ég tek rjúpuna hér sérstaklega þar sem að miklu púðri hefur verið eytt í rannsóknir á henni og það er alveg makalaust hvað kemur ekkert útúr þessu sjá frétt:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/09/18/takmorkun_veida_skilar_ekki_arangri/

 

Það eina sem þessum manni dettur í hug er að segja að veiðar hafi verri áhrif en áður var talið!!! Hvað er málið eiginlega hvað hefur hann fyrir sér í þessu??? Sko ég bara skil þetta enganveginn það er aukning í stofninum á N-Austurlandi en þar er einnig skotið hvað mest af rjúpu en það er fækkun á sunnan og vestanverðu landinu. Sko ég veit ekki betur en að á suð vestur horni landsins séu hvað mestar hömlur á skotveiði þá bæði á rjúpu og vargeyðingu. Hvar eru línuritin yfir fjölda refa, minnka, sílamáfa, silfurmáfa, kjóa osfrv á móti þessum fækkunar og fjölgunartölum á rjúpunni.

Í mínum huga er það alveg klárt að rjúpan á Íslandi stendur ekki eða fellur með hvort að Óli Nílsen segi að það megi skjóta 50.000 , 75.000 eða 100.000 rjúpur að hausti.Og svo er það alveg klárt mál í mínum huga að það eru aðrir þættir sem telja mun meira heldur en skotveiði. Að sjálfsögðu veit ég að skotin rjúpa að hausti verður ekki talin að vori , étin rjúpa af varg verður heldur ekki talin að vori, rjúpna egg sem étin eru af vargi verða heldur ekki að rjúpu hvorki skotinni að hausti eða taldri að vori. Getur verið að aukningin á rjúpu á N-Austurlandi stafi af því að þar er gríðarlega vel haldið utanum vargeyðingar mál (alla vega betur en víða annarsstaðar). Þá minnist ég sérstaklega á það starf sem unnið er í minnkamálum t.d. Í kringum Öxarfjörð, þar sem þeir bræður Jóhann og Jóndi hafa unnið þrekvirki að losa okkur við minnkinn og halda því þannig og það nú orðið í algjörri sjálboðarvinnu þar sem að þeir hafa útrýmt minnkunum á allgríðarlega stóru svæði þá náttlega hafa þeir engin skott til að skila inn og þá fá þeir ekkert greitt!! Þökk sé svona mönnum sem vinna eftir hugsjón, áhuga og reynslu sinni í umgengni við náttúruna að rjúpunni fjölgar á N-Austurlandi.

Svo vantar inní þetta veðurfar, það eitt getur skipt sköpum hjá rjúpunni. Það segir í titli þessarar fréttar að “takmörkun veiða skili ekki árangri” nei að sjálfsögðu ekki það eru aðrið þættir sem telja svo mun miklu meira, að öllu venjulegu þá hefur það ekki afgerandi áhrif á rjúpnastofnin að Íslendingar borði rjúpur á jólunum það er svo einfalt, það er flest sem bendir til þess að rjúpnastofninn þoli það að þær séu borðaðar á jólunum. Það hefur verið sagt í fyrri rannsóknum að það séu ekki veiðar sem hafi mestar afleiðingar sjá mér til stuðnings: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2003/08/30/ekki_sed_sannfaerandi_gogn_sem_stydja_rjupnaveidiba/

 

Allavega er ég nú að hugsa um að hætta að leggja þessu lið með að leggja fram þær rjúpur sem ég skýt, og ég er einnig að hugsa um að hætta að gefa upp veiðitölur á rjúpunni í veiðiskýrslu minni er að hugsa um að skrá bara 0 svo er alveg á mörkunum að ég hafi geð á að borga fleiri veiðikort fyrst peningurinn rennur í þessa vitleysu, en ég VERÐ víst að gera það annars er hægt að hirða af mér öll vopn fari ég á veiðar án þess.

 

Jæja gott í bili

 

kv, Sveinn

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Grænlendingur ;)

 Þetta er skemmtileg pæling.  Er fullkomnlega sammála þér.  Svakaleg þröngsýni sem hlítur að eiga sér stað á mörgum bæum.

 Refastofninn stækkar ört, það má sjá á línuriti t.d. í veiðidagbókinn... Hversvegna ætti að verða hraður og mikill uppgangur í rjúpnastofninum samhliða því??

Morri (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 12:00

2 identicon

Það sem ég á við er að á landsvísu samkvæmt útreiknaðiri lágmarksstærð refastofnsins hefur ref fjölgað gríðarlega síðustu ár, og einna mest síðustu 15 ár. Úr 4-5þús í 15þúsund stk. sakvæmt veiðdagbók umhverfisstonunnar 2010.  Páll Hersteinsson skrifar þann pistlil.

Í Nýjasta tölubalði Skotvís skrifa Ólafur Nielssen um ástand rjúpnastofnis: Þar kemur fram að meðalfækkun á rjúpnastofninum milli 2009 og 2010 sé 39% samkvæmt talningum á suður- suðvestur og vestulandi......

 Á þessum svæðum er líka mesta uppsveifan í refastofninum!!

Refurinn streymir frá vestfjörðum og örðum friðlöndum, Snæfellsþjóðgarði, Fjallabaki, Reykjanesi, Heiðmörk og Þórsmörk þar sem ekki má veiða!

Morri (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinn Björnsson

Höfundur

Sveinn Björnsson
Sveinn Björnsson
Menntaður vélsmiður. Er refaskytta og áhugamaður um íslenska náttúru.

Spurt er

Eru refaveiðar mikilvægar?

Nýjustu myndir

  • selstaðarhliðar
  • gráhóll
  • nibbugreni
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 38128

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband