Refurinn étur mikið

 

Hvað étur refurinn mikið?


 

Miðað við tölur sem hafa fengist frá refabúum þá er reiknað með að fullorðin refur í búri éti um 210 kg á ári af fóðri. Ef við skoðum villtan íslenskan ref í því samhengi þá er gaman að reikna út hvað refurinn étur mikið útí hinni íslenskri náttúru. Samt er gott að velta aðeins upp nokkrum pælingum um hvernig sé best að reikna þetta út, t.d ætli þetta sé raunhæft magn miðað við eitt ár vegna þess að búrarefur er náttlega inní búri og hreyfir sig sama og ekkert og eyðir þar af leiðandi afar lítilli orku miðað við villtan ref sem labbar/skokkar 10-40 km per sólarhring. Svo það að ef við ætluðum að reikna út hve marga fugla hver refur þarf eigum við þá að miða við heildar þyngd fuglsins eða útfrá magni kjöts/æti sem refurinn fær útúr fuglinum eða öðru því sem hann verður sér útum. Það þarf líka að taka inní þetta árstímann þar sem að sumt er bara í boði hluta úr árinu. Það þarf einnig að taka tillit til ætissöfnunar (birgða söfnun fyrir veturinn) . Svo það að hvernig við skiptum upp reiknaðri fæðu þá er ég að meina hlutfall fugla, eggja, sauðfés, músa, berja o.þ.h. Þarna kemur einnig inní dæmið að hvar refirnir halda sig eða afla fæðu , nærri sjó eða lengra inn til landsins.

Í þessu tilfelli höfum við þetta einfalt og afar raunhæft, og reynum að fara milliveginn gagnvart fæðuvali og staðsetningu( fjöru eða heiði.)

þetta verður góður biti

Miðað við samantekt mína um þær heimildir sem til eru um fæðuskiptingu refanna þá er það gróflega svona (ATH þetta eru tölur af nokkur hundruð grenjum sem er safnað saman yfir sumartímann) :

Rjúpa- 15%

Gæs- 15%

Fýll - 12%

Allir aðrir greindir fuglar -12%

Ótilgreindir fuglar(ekki hægt að greina með vissu) -13%

Egg(óskilgreind) -10%

Sauðfé-15%

Úr fjörunni(fiskar hrognkelsi ofl) -4%

Annað (getur verið ansi margt t.d hræ, mýs ofl ofl) -4%

 

Áætlum svo: 1 rjúpa 0,5kg- 1 gæs 3,5kg - 1 fýll 0,8kg -aðrir fuglar tek saman hér í þennan flokk bæði greinda og ógreinda fugla og gef mér meðalgildi um 0,3 kg- 1 egg gefum okkur meðalgildi rjúpna eggs og gæsareggs 0,08 kg – 1 lamb 25kg

 

Miðað við þetta þá er einn refur á einu ári að taka:

  • 63 rjúpur

  • 9 gæsir

  • 32 fýla

  • 175 fugla annað ofantalið

  • 263 egg

  • 1,26 lamb

Ef að stofninn er 12.000 refir þá eru þeir að taka:

  • 756.000 rjúpur

  • 108.000 gæsir

  • 384.000 fýla

  • 2.100.000 fugla aðra en ofantalið

  • 3.156.000 egg

  • 15.120 lömb

 

Þetta fáum við út við notkun á ofangreindum forsendum. Þetta gefur okkur kanski aðeins betri mynd af því hvað tófan er að éta mikið á einu ári. Endilega commenta á þetta hvað ykkur finnst.

Gott í bili kv, Sveinn

     

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri H Jóhannesson

Sæll Sveinn.

Þakka þetta þeð er oft gaman að velta svona hlutum fyrir sér,  ég er hinsvegar snnfærður um að rjúpa er ofmetin sem fæða refs yfir sumarmánuðina, (grenjatíma)  Þetta byggi ég á að í öll þau ár  sem ég hef legið á grenjum man ég ekki eftir  nema einu skipti sem   refur kom heim á grenið með rjúpuunga, Tófan ber hinsvegar nokkuð heim af körrum . kv sn

Snorri H Jóhannesson, 2.10.2010 kl. 09:21

2 identicon

Sæll frændi.

Get ekki að því gert en mér finnst þetta hæpnar tölur hjá þér. Árið 2000 var refastofninn talinn vera um 6000 dýr. Hefur hann tvöfaldast síðan þá?

Og varðandi tölur um æti. Rjúpnastofninn er talinn vera um 800 þúsund fuglar að hausti - miðað við stofnlíkan sem byggir á tölum frá Norðurlandi. Sjálf Náttúrufræðistofnun setur fyrirvara við þá tölu og telur hana of háa. Ertu að segja að tófan éti sem samsvarar stofnstærð rjúpunnar á hverju ári - eða 756 þúsund rjúpur?

Ég bendi líka á að 108 þúsund gæsir er meiri fjöldi en allur grágæsastofninn á Íslandi.

Maður heyrir stundum talað um dýrbíta sauðfjár en telurðu raunhæft að áætla að refurinn drepi og éti 40% af þeim fjölda sem Fjallalamb slátrar á hverju hausti?

Baldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 00:01

3 identicon

Sæll Baldur, já ég er ekki hissa að þér finnist þetta ótrúlegar tölur.

En já refastofninn er orðinn þetta stór sjá í nýjustu veiðidagbók frá ust þar er yfirlit yfir þetta og kemur þar fram að fjöldinn sé 10-12.000 dýr. Og þér að segja þá fer hann enn stækkandi.   En gagnvart hinum tölunum þá segi ég þetta um rjúpuna,  nú hefur komið fram að rjúpnastofninn séu 240.000 fuglar(sjá link í blogfærslu á undan) það þýðir 120.000*12(rjúpan verpir 12 eggjum) + 240.000 =1.680.000 fuglar. svo kemur fram að áætlaður veiðistofn sé 850.000 fuglar.  Þegar tekið er tillit til þessa má segja að þetta geti staðist, það er ekkert frekar útskýrt hvað verður um hina 830.000 fuglana. Ég er samt ekki að segja að refurinn taki öll afföll af rjúpu auðvitað eru önnur afföll.  Svo með gæsina mig minnir að talað sé um minnst 80.000 fugla sem þýðir 40.000*6 + 80.000=320.000 fuglar. Ath líka eitt frændi þarna erum við að tala eingöngu um grágæsina heiðargæsarstofninn er eitthvað öflugri. 

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands fyrir árið 2000 voru alls 465.777 kindur á Íslandi.Svo náttlega bera þær treysti mér ekki til að áætla frjósemi yfir landið með einhverri vissi en segjum 1,5 lamb á hverja kind að þá sérðu að það þarf ekki hátt hlutfall til að komast í þessa tölu sem ég setti inn í pistlinum.

Sæll Snorri, Já þetta er svosum ekki gott að segja en við erum að vinna grenin í júní, og verpir ekki rjúpan í byrjun júní og útungunartími er 21-26 dagar.  En annars gott að halda umræðunni á lofti.

Takk fyrir commentin og endilega að koma með meira ef þið eruð í stuði :)

kv, Sveinn

Sveinn Bj (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 02:31

4 identicon

Ég hef nokkrum sinnum fundið rjúpnaleifar við greni á frekar stuttum ferli, man m.a eftir læðu sem kom heim að greni með heila rjúpu í kjaftinum. Einnig hefur verið mikið um skógarþrastarunga á svæðinu hjá mér, eins gæsar og æðarunga, hef ekki fundið mikið af eggjum eða skurn, enda grefur tófan það frekar til að eiga vetrarforða. Svo kom ég að grenstæði í sumar sem hafði komist upp í fyrra og þar hafði verið talsvert af lambakjöti á boðstólnum, bein og ullarrytjur um allt.

 Varðandi gæsina, þá er grágæsastofnin talinn vera um 130.000 fuglar að vori, heiðargæsastofninn er talinn vera rúm 300.000.

Kv. Villi

Vilhjálmur Arnórsson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 13:14

5 identicon

Já það er gaman að velta þessu fyrir sér...

Ég hef norrkum sinnum séð ref með heila rjúpu í kajftinum.... núna síðast í vor.   Eitt sinn taldi ég alveg 15 rjúpnavængi sem ég sá utan við eitt grenið.  Það er klárt mál að refurinn tekur töluvvert af rjúpu hér fyrir norðan.  

Á greni í vor á Sléttunni var mikið af gæsareggjum, sum alveg ósnert í kringum grenið.  Það er algengt að sjá gæsaegg hér í kirngum grenin.  Eins og Villi segir, þá er líka mikið um smáfuglaunga. 14 unga taldi ég útúr einni læðunni sem ég skaut og refurinn var með eitthvað tæplega 10 í þeirri ferð.  2 klst á milli þeirra heim á grenið.

Það er klárt, að það er mikið magn lífa sem fara í refakjaft

Morri (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sveinn Björnsson

Höfundur

Sveinn Björnsson
Sveinn Björnsson
Menntaður vélsmiður. Er refaskytta og áhugamaður um íslenska náttúru.

Spurt er

Eru refaveiðar mikilvægar?

Nýjustu myndir

  • selstaðarhliðar
  • gráhóll
  • nibbugreni
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 38127

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband